Lífið

Hvaða vörur vilt þú fá aftur?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegir valmöguleikar.
Skemmtilegir valmöguleikar.
Eins og Vísir greindi frá á fimmtudaginn er Blár Opal og Piparpúkar á leiðinni aftur í framleiðslu hjá Nóa Síríus. Fréttin vakti mikla athygli og voru lesendur Vísis margir hverjir gríðarlega spenntir.

Í gegnum tíðina hafa margir hlutir þurft frá að hverfa í gos og nammideildinni hér á landi. Dæmin eru ótalmörg en sumir virðast sakna því gamla og góða. Þetta kom glögglega í ljós á samskiptamiðlum í vikunni, en Bláa Ópalið átti greinilega marga aðdáendur.

En hvað meira vantar í hillurnar í matvöruverslunum? Vísir hefur tekið saman nokkra hluti sem fólk virðist sakna töluvert mikið. Hvað vilt þú að fari aftur í framleiðslu?

Endilega taktu þátt í könnuninni hér að neðan eða komdu með þína hugmynd í athugasemdarkerfinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×