Sport

Af hverju var Conor með hendurnar fyrir aftan bak?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessis tund í bardaganum var geggjuð.
Þessis tund í bardaganum var geggjuð. vísir/getty

Ein af stóru stundunum í bardaga Conor McGregor og Eddie Alvarez var þegar Írinn setti hendurnar fyrir aftan bak. Muhammad Ali-stund hjá Conor þar.

Ástæðan fyrir þessu er ekki bara hroki að því er þjálfarinn hans, John Kavanagh, segir. Conor meiddist á hnúunum í bardaga gegn Nate Diaz og þetta er hans leið til þess að verja höndina. Hann gerir þetta iðulega á æfingum.

„Honum finnst að ef hann setur hægri höndina fyrir aftan bak þá minnir það hann á að nota hana ekki of mikið. Þess vegna fór hann að grípa í höndina. Þetta er sálfræðilegur minnismiði um að passa upp á hægri höndina,“ sagði Kavanagh.Þó svo hann hefði passað upp á hana í smá tíma þá fékk Alvarez heldur betur að finna fyrir hægri höndinni í bardaganum.

Eins og allir ættu að vita þá náði Conor að rota Alvarez í annarri lotu og verða um leið sá fyrsti í sögu UFC til að vera meistari í tveim flokkum á sama tíma.


Tengdar fréttir

Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband

Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York.

Conor McGregor tvöfaldur meistari

UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira