Sport

Af hverju var Conor með hendurnar fyrir aftan bak?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessis tund í bardaganum var geggjuð.
Þessis tund í bardaganum var geggjuð. vísir/getty
Ein af stóru stundunum í bardaga Conor McGregor og Eddie Alvarez var þegar Írinn setti hendurnar fyrir aftan bak. Muhammad Ali-stund hjá Conor þar.

Ástæðan fyrir þessu er ekki bara hroki að því er þjálfarinn hans, John Kavanagh, segir. Conor meiddist á hnúunum í bardaga gegn Nate Diaz og þetta er hans leið til þess að verja höndina. Hann gerir þetta iðulega á æfingum.

„Honum finnst að ef hann setur hægri höndina fyrir aftan bak þá minnir það hann á að nota hana ekki of mikið. Þess vegna fór hann að grípa í höndina. Þetta er sálfræðilegur minnismiði um að passa upp á hægri höndina,“ sagði Kavanagh.





Þó svo hann hefði passað upp á hana í smá tíma þá fékk Alvarez heldur betur að finna fyrir hægri höndinni í bardaganum.

Eins og allir ættu að vita þá náði Conor að rota Alvarez í annarri lotu og verða um leið sá fyrsti í sögu UFC til að vera meistari í tveim flokkum á sama tíma.

MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband

Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York.

Conor McGregor tvöfaldur meistari

UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×