Bíó og sjónvarp

Tom Cruise endurvekur Múmíuna

Samúel Karl Ólason skrifar
Prinsessan Ahmanet að gera íbúum London lífið leitt.
Prinsessan Ahmanet að gera íbúum London lífið leitt.

Fyrsta stikla myndarinnar Mummy, með Tom Cruise í aðalhlutverki, hefur verið birt. Í henni þarf persóna Cruise að berjast gegn fornu prinsessunni Ahmanet og koma í veg fyrir að hún eyði siðmenningunni eins og við þekkjum hana.

Tæp átján ár eru liðin frá útgáfu upprunlegu myndarinnar um múmíuna Imhotep þar sem Brendan Fraser og Rachel Wiesz voru í aðalhlutverkum.

Nýja myndin verður frumsýnd í júní. Hún á að verða hluti að nýjum skrímslaheimi Universal sem Alex Kurtzman og Chris Morgan leiða. Einnig verður nýja King Kong myndin í þeim heimi sem og Godzilla.Fleiri fréttir

Sjá meira