Viðskipti innlent

Íslenskur forstjóri Teva hættir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sigurður Óli Ólafsson.
Sigurður Óli Ólafsson.
Sigurður Óli Ólafsson hefur hætt störfum sem forstjóri samheitalyfjasviðs Teva Pharmacuetical Industries. Hann hefur sinnt því starfi frá því um mitt ár 2014. Við starfinu tekur Dipankar Bhattacharjee. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér á mánudag.

Teva er ísraelskur samheitalyfjarisi og festi á síðasta ári kaup á samheitalyfjahluta Allergan. Kaupverðið var 40,5 milljarðar dala eða sem samsvaraði þá til 5400 milljarða íslenskra króna. Um var að ræða stærstu yfirtöku í sögu ísraelsks fyrirtækis.

Allergan er móðurfélag Actavis en Sigurður Óli var forstjóri Actavis á árunum 2008 til 2010. 

Sjá einnig: Með brennandi áhuga á lyfjum

Gengi hlutabréfa í Teva hafa lækkað um 44 prósent það sem af er ári og tóku dýfu í gær í kjölfar tilkynninguna. Þau hafa hins vegar hækkað um 1,65 prósent í morgun.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×