Sport

Geggjuð auglýsing með Rondu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er farið að styttast í UFC 207 sem fer fram þann 30. desember. Þá snýr Ronda Rousey aftur í búrið eftir þrettán mánaða fjarveru.

Það hefur farið lítið fyrir Rondu síðasta árið en UFC er byrjað að auglýsa risabardaga hennar gegn Amöndu Nunes.

Fyrsta stóra auglýsingin fyrir bardagann er komin út. Þar er Ronda að hlusta á spjall um sjálfa sig í sjónvarpinu. Hún nennir ekki að hlusta á vangavelturnar, slekkur á sjónvarpinu og fer að æfa.

Ronda segir ekkert í auglýsingunni enda er engin þörf á því.

Auglýsinguna má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ronda: Ég mun hætta fljótlega

Ronda Rousey stígur í búrið á nýjan leik um áramótin og hún segir að það sé ekki hennar síðasti bardagi þó svo margir séu á því.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira