Sport

Skaut á Kaepernick í Pearl Harbor og fékk dynjandi lófaklapp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kaepernick í snjónum í Chicago.
Kaepernick í snjónum í Chicago. vísir/getty
Mótmæli leikstjórnanda San Francisco 49ers, Colin Kaepernick, er ein af fréttum ársins í Bandaríkjunum og búið er að rífast um mótmælin í flestum húsum þar í landi.

Mótmæli hans fá ekki lengur sömu athygli og í fyrsta en hann haldið uppteknum hætti að fara niður á annað hnéð er þjóðsöngur Bandaríkjanna er leikinn.

Í athöfn í Pearl Harbor í dag, þar sem verið var að minnast þess að 75 ár eru frá árásinni þar, steig aðmírall á stokk og skaut á leikstjórnandann.





„Ég get lofað ykkur því að fólkið sem við heiðrum í dag, og dó þennan örlagaríka morgun fyrir 75 árum síðan, hefði aldrei farið niður á hnéð eða neitað að standa er þjóðsöngurinn er spilaður,“ sagði aðmírallinn Harry Harris í ræðu sinni.

Við þessi ummæli fékk hann mikið klapp og fólk stóð upp úr sætum sínum til þess að klappa. Stóð lófatakið lengi yfir.

Þetta er til marks um hversu mikil áhrif mótmæli Kaepernick hafa haft en þau eru sérstaklega óvinsæl hjá fólki tengdum hernum í Bandaríkjunum.

NFL

Tengdar fréttir

Kaepernick á forsíðu Time

Colin Kaepernick, leikmaður San Francisco 49ers í NFL-deildinni og einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna, prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Time.

Obama tjáir sig um mótmæli Kaepernick

Það hafa allir í Bandaríkjunum skoðun á mótmælum NFL-leikstjórnandans Colin Kaepernick og nú hefur sjálfur Bandaríkjaforseti, Barack Obama, blandað sér í umræðuna.

Kaepernick hefur fengið morðhótanir

Colin Kaepernick, einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna, segist hafa fengið morðhótanir vegna mótmæla sinna á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er fluttur fyrir leiki í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×