Sport

Conor gaf ekki fjaðurvigtarbeltið frá sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor og Aldo.
Conor og Aldo. vísir/getty
Ólíkt því sem UFC segir þá gaf Conor McGregor ekki fjaðurvigtarbeltið sitt hjá UFC frá sér heldur var það tekið af honum.

UFC lenti í vandræðum með UFC 206 eftir að Daniel Cormier meiddist og gat ekki barist. Til þess að gera nýjan aðalbardaga meira spennandi var beltið tekið af Conor og sett aftur á Jose Aldo sem var bráðabirgðameistari.

Nýr aðalbardagi í UFC 206 á milli Max Holloway og Anthony Pettis verður því um bráðabirgðabeltð í fjaðurvigtinni.

„Þetta er allt saman mjög klaufalegt. UFC varð að selja UFC 206 með titilbardaga og því var ákveðið að berjast um bráðabirgðabelti sem Aldo á og setja aðalbeltið á hann. Mér finnst þetta vera fáranlegt,“ sagði John Kavangh, þjálfari Conors.

„Það eru bara 11 mánuðir síðan Conor vann beltið. Það hefur margoft komið fyrir að meistarar hafi beðið í 15 til 18 mánuði þar til þeir verja beltið sitt. Mér finnst UFC ekki vera að hugsa mjög langt fram í tímann.“

UFC 206 fer fram 10. desember í Toronto.

MMA

Tengdar fréttir

Khabib notar Twitter til að ögra Conor

Khabib Nurmagomedov ætlar sér að fá titilbardaga gegn Íranum Conor McGregor og notar allar leiðir til þess að komast í búrið með Íranum.

Aldo: Conor er heigull

Aldo er til í að berjast við Conor í léttvigtarbardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×