Körfubolti

Hörður Axel kominn aftur til Keflavíkur | Verður með í næsta leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Axel er lykilmaður í íslenska landsliðinu.
Hörður Axel er lykilmaður í íslenska landsliðinu. vísir/bára dröfn
Leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson er genginn í raðir Keflavíkur á nýjan leik. Þetta staðfesti Ingvi Þór Hákonarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, í samtali við Vísi.

Hörður Axel samdi við Keflavík í upphafi sumars en ákvað svo að semja við lið í Grikklandi. Hörður stoppaði stutt við þar og tók tvo leiki með Keflavík áður en hann samdi við Hubo Limburg United í Belgíu.

Hörður Axel greindi frá því um helgina að hann væri á heimleið og nú er ljóst að hann mun klæðast Keflavíkurtreyjunni á ný.

Félagaskiptin voru send inn í tæka tíð áður en félagaskiptaglugginn lokaði og því getur Hörður Axel byrjað strax að spila með Keflavík. Hann verður með liðinu gegn Haukum á föstudaginn.

Keflavík er í 7. sæti Domino's deildar karla með sex stig eftir sjö umferðir.


Tengdar fréttir

Hörður Axel á heimleið á ný

Hörður Axel Vilhjálmsson er á heimleið en hann staðfesti það á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann mun samkvæmt heimildum íþróttadeildar semja við Keflavík og leika með liðinu gegn Haukum á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×