Sport

Sjáðu Björn klára Tékkann á 50 sekúndum með rosalegum spörkum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björn fagnar sigrinum í dag.
Björn fagnar sigrinum í dag. mynd/facebook-síða mjölnis

Það tók Björn Þorleif Þorleifsson aðeins tæpa mínútu að vinna sigur á Tékkanum Premysl Kucerka á Evrópumótinu í MMA í Prag í dag.

Björn negldi Tékkann niður með snúningssparki í magann, náði svo sparki í innanvert lærið á Kucerka og kláraði hann svo með rosalegu hásparki.

Fimmtíu sekúndum eftir að bardaginn hófst var honum lokið. Þetta var fyrsti bardagi Björns í MMA.

Björn, sem keppti í Taekwondo í mörg ár, mætir Svíanum Rosten Akman í átta manna úrslitum í millivigtinni á morgun.

Spörkin þrjú í bardaganum í dag má sjá í myndbandinu hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira