Sport

60 daga bann fyrir að hoppa úr búrinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Romero er hér á leið úr búrinu í Madison Square Garden.
Romero er hér á leið úr búrinu í Madison Square Garden. vísir/getty

Yoel Romero átti erfitt með að hemja gleði sína er hann hafði rotað Chris Weidman á UFC 205 í New York.

Hann hoppaði út úr búrinu og hljóp sigurhring í kringum búrið áður en hann kom aftur inn til að þess að láta krýna sig sigurvegara.

Það fór eitthvað fyrir brjóstið á íþróttasambandi New York-fylkis sem er búið að skella kappanum í 60 daga bann fyrir þessi fagnaðarlæti.

Samkvæmt þeirra reglum er bannað að yfirgefa búrið fyrr en bardaganum er formlega lokið. Bardaganum er formlega lokið er dómarinn hefur lyft hendi sigurvegarans.

Romero fær væntanlega að berjast næst um titilinn í millivigt við Bretann Michael Bisping. Sá bardagi mun aldrei fara fram fyrr en eftir janúar þannig að þetta bann skiptir nákvæmlega engu máli þó sérstakt sé.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira