Lífið

Poppkastið: Sagan segir að íslenskar söngkonur hafi sungið fyrir Britney Spears inn á plötu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stór vika í Lífinu.
Stór vika í Lífinu. Myndvinnsla/garðar
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir stóra Kanye West málið og hver staðan er á rapparanum. Í vikunni bárust fréttir af því að Dhani Harrison og Sólveig Káradóttir séu að skilja og Katy Perry og Orlando Bloom séu einnig hætt saman eftir tíu mánuða samband. 

Allt um skilnaðina í Hollywood en Ellen stal senunni í vikunni þegar tilfinningarnar báru hana ofurliði þegar Barack Obama heiðraði hana í Hvíta-Húsinu. 

Kanadíska ofurstjarnan Justin Bieber kýldi aðdáenda þegar sá reyndi að komast í snertingu við Bieber í Barcelona í vikunni og Gilmore Girls kemur á Netflix í dag.

Þá fá Hulda og Stefán til sín góðan gest, söngkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur, sem fer yfir helstu dívur tónlistarsögunnar og gerir það á sinn sérstaka og skemmtilega hátt. Þar kom margt skemmtilegt í ljós og fá hlustendur að heyra skemmtilegar sögur úr bransanum. 

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að neðan má hlusta á þriðja þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×