Sport

Allir farnir að herma eftir Conor | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor tekur labbið góða í New York.
Conor tekur labbið góða í New York. vísir/getty
Er Conor McGregor hafði tryggt sér sitt annað belti í UFC fagnaði hann á mjög skemmtilegan hátt og íþróttaheimurinn hefur fylgt með.

Conor labbaði um búrið og sveiflaði höndunum ansi spaðalega. Hann gerði það líka fyrir bardagann og þessi göngustíll er orðinn það heitasta í dag.

Conor er þó ekki hugmyndasmiðurinn að þessu labbi. Það á Vince McMahon úr WWE. Conor gerir þó labbið ívið svalara.

Nú eru strákarnir NFL-deildinni farnir að herma eftir honum og tveir tóku „Milljarðalabbið“, eins og byrjað er að kalla fagnið, í gær.

Dez Bryant, leikmaður Dallas Cowboys, gerði það á hliðarlínunni og Pat McAfee, sem sér um spörk hjá Indianapolis, gerði það inn á vellinum.

Þá var hann nýbúinn að fífla leikmenn Pittsburgh og kastaði boltanum í stað þess að sparka. Verður að segjast að þetta er ansi fyndið hjá McAfee.

Fleiri hafa gert þetta. Menn eins og Paul Pogba hjá Man. Utd og körfuboltamaðurinn Marc Gasol. Þetta æði mun líklega tröllríða öllu út árið hið minnsta.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×