Sport

Magnús komst ekki í úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús vann fyrstu þrjá bardaga sína á EM en þurfti að sætta sig við tap í kvöld.
Magnús vann fyrstu þrjá bardaga sína á EM en þurfti að sætta sig við tap í kvöld. mynd/facebook-síða mjölnis

Magnús Ingi Ingvarsson er úr leik á Evrópumótinu í MMA sem fram fer í Prag í Tékklandi.

Magnús mætti Ítalanum Gianluigi Ventoruzzo í undanúrslitunum í veltivigt í kvöld og þurfti að sætta sig við tap eftir klofna dómaraákvörðun.

Þetta var fjórði bardagi Magnúsar á jafnmörgum dögum.

Í fyrstu þremur bardögunum sínum vann hann Riyaad Pandy frá Suður-Afríku, Tékkann Tomas Fiala og Zilad Sadaily frá Rússlandi.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira