Sport

Egill Evrópumeistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Egill fagnar eftir bardagann í kvöld.
Egill fagnar eftir bardagann í kvöld. mynd/facebook-síða mjölnis

Egill Øydvin Hjördísarson vann í kvöld til gullverðlauna í léttþungavigt á Evrópumótinu í MMA í Prag í Tékklandi.

Egill mætti Pólverjanum Pawel Zakrzewski í úrslitabardaganum í kvöld.

Bardaginn var jafn framan af þótt Egill hafi verið ívið sterkari í 1. lotu.

Í 2. lotunni sótti Egill harðar að Zakrzewski og náði að yfirbuga hann með hengingu þegar þrjár sekúndur voru eftir af lotunni.

Egill er þriðji Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA en Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði til gullverðlauna á EM í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira