Sport

Bjarki Þór búinn að fá bardaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Þór varð Evrópumeistari í MMA í fyrra.
Bjarki Þór varð Evrópumeistari í MMA í fyrra. mynd/kjartan páll/mjölnir.is

Bjarki Þór Pálsson mætir Englendingnum Alan Proctor á FightStar Championship bardagakvöldinu 10. desember næstkomandi.

Þetta er annar bardagi Bjarka sem atvinnumaður en í þeim fyrsta kláraði hann Pólverjann Adam Szczepaniak á aðeins 23 sekúndum.

Bardaginn 10. desember verður sá fyrsti hjá Proctor sem atvinnumaður. Hann vann fjóra af sex bardögum sínum sem áhugamaður.

FightStar Championship bardagakvöldið fer fram í Brentford Fountain Leisure Centre á Englandi.

Bjarki dvelur nú við æfingar í Dublin á Írlandi og verður þar fram að bardaganum að því er fram kemur á mmafrettir.is.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira