Sport

Bjarki Þór búinn að fá bardaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Þór varð Evrópumeistari í MMA í fyrra.
Bjarki Þór varð Evrópumeistari í MMA í fyrra. mynd/kjartan páll/mjölnir.is

Bjarki Þór Pálsson mætir Englendingnum Alan Proctor á FightStar Championship bardagakvöldinu 10. desember næstkomandi.

Þetta er annar bardagi Bjarka sem atvinnumaður en í þeim fyrsta kláraði hann Pólverjann Adam Szczepaniak á aðeins 23 sekúndum.

Bardaginn 10. desember verður sá fyrsti hjá Proctor sem atvinnumaður. Hann vann fjóra af sex bardögum sínum sem áhugamaður.

FightStar Championship bardagakvöldið fer fram í Brentford Fountain Leisure Centre á Englandi.

Bjarki dvelur nú við æfingar í Dublin á Írlandi og verður þar fram að bardaganum að því er fram kemur á mmafrettir.is.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira