Viðskipti innlent

Færri hús seld

Þorgeir Helgason skrifar
Um það bil tveir þriðju kaupsamninganna voru vegna kaupa á íbúðum í fjölbýlishúsum.
Um það bil tveir þriðju kaupsamninganna voru vegna kaupa á íbúðum í fjölbýlishúsum. vísir/ernir
Þinglýstir kaupsamningar um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu voru rúmlega nítján prósentum færri í október í ár en í fyrra.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðskrár Íslands. Um það bil tveir þriðju kaupsamninganna voru vegna kaupa á íbúðum í fjölbýlishúsum.

Heildarveltan nam um 30 milljörðum króna og var meðalupphæð á hvern kaupsamning um 45 milljónir króna í ár. Lítill munur er á veltu milli ára en veltan í fyrra nam um 31 milljarði króna. Meðalupphæð kaupsamninga í ár er um 20 prósentum hærri en í fyrra en þá var meðalupphæð kaupsamninga um 38 milljónir króna.

Lítil aukning er á milli mánaða. Í október voru kaupsamningar 662 talsins en í septembermánuði var 636 kaupsamningum þinglýst. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×