Viðskipti innlent

Færri hús seld

Þorgeir Helgason skrifar
Um það bil tveir þriðju kaupsamninganna voru vegna kaupa á íbúðum í fjölbýlishúsum.
Um það bil tveir þriðju kaupsamninganna voru vegna kaupa á íbúðum í fjölbýlishúsum. vísir/ernir

Þinglýstir kaupsamningar um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu voru rúmlega nítján prósentum færri í október í ár en í fyrra.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðskrár Íslands. Um það bil tveir þriðju kaupsamninganna voru vegna kaupa á íbúðum í fjölbýlishúsum.

Heildarveltan nam um 30 milljörðum króna og var meðalupphæð á hvern kaupsamning um 45 milljónir króna í ár. Lítill munur er á veltu milli ára en veltan í fyrra nam um 31 milljarði króna. Meðalupphæð kaupsamninga í ár er um 20 prósentum hærri en í fyrra en þá var meðalupphæð kaupsamninga um 38 milljónir króna.

Lítil aukning er á milli mánaða. Í október voru kaupsamningar 662 talsins en í septembermánuði var 636 kaupsamningum þinglýst. 

Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.