Lífið

Poppkastið: AronMola um þunglyndið, bransann og það hvernig ungur maður tæklar frægðina á Snapchat

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Már Ólafsson var fyrsti gestur Poppkastsins.
Aron Már Ólafsson var fyrsti gestur Poppkastsins. vísir/anton brink
Aron Már Ólafsson er 23 ára leiklistarnemi sem er ein allra stærsta Snapchat stjarnan á Íslandi í dag. Um þrjátíu þúsund manns horfa á snöppin frá honum á hverjum degi. Aron vakti mikla athygli í vikunni þegar hann ræddi opinskátt um þunglyndi sitt og að það væri nauðsynlegt að virkja unga karlmenn í því að tala um tilfinningar sínar.

Aron er fyrsti gestur Poppkastsins. Poppkastið er glænýr hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson og Hulda Hólmkelsdóttir. Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin.

Aron Már hefur gengið í gegnum margt og til að mynda missti hann systur sína fyrir nokkrum árum, og var hún aðeins fimm ára gömul þegar hún kvaddi þennan heim. Í kjölfarið tók við virkilega erfiður tími sem mótaði Aron, og það til framtíðar.

Þessi vinsæli Snappchat-ari ætlar sér stóra hluti og er von nýju efni frá honum á næstunni. Aron fór meðal annars  til Los Angeles á dögunum og fundaði í höfuðstöðum Snapchat. Í samtali við Poppkastið sagði Aron að von væri á skemmtilegum fréttum í sambandi við framtíð hans á samfélagsmiðlum, og það kæmi heldur betur á óvart.

Hér að neðan má hlusta á fyrsta þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Neðst í fréttinni má lesa allar vinsælustu fréttirnar í Lífinu þessa vikuna. 


Tengdar fréttir

Harry prins kominn með kærustu

Harry prins og bandaríska leikkonan Meghan Markle hafa átt í ástarsambandi undanfarna mánuði en frá þessu hefur verið greint í yfirlýsingu frá Kensington-höllinni í Bretlandi.

Íslandsvinurinn Dilana að rústa The Voice í Hollandi

Það kannast eflaust margir Íslendingar við nafnið Dilana Smith en hún var einn helsti keppinautur Magna Ásgeirssonar í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova, sem þjóðin fylgdist svo vel með árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×