Sport

Ronda og Nunes mættust augliti til auglitis | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Ronda Rousey og Amanda Nunes mættust augliti til auglitis eftir sjónvarpsvigtunina fyrir UFC 2015 í Madison Square Garden í gærkvöldi.

Eftir vigtunina var frumsýnt kynningarmyndband fyrir UFC 207 sem fer fram í Las Vegas 30. desember næstkomandi.

Viðureign Rondu og Nunes verður aðalbardagi UFC 207 bardagakvöldsins en sú fyrrnefnda mætir þar aftur í búrið eftir rúmlega árs fjarveru.

Ronda tapaði óvænt fyrir Holly Holmes í nóvember á síðasta ári og hefur ekki barist síðan. Tapið fyrir Holm var fyrsta tap Rondu á ferlinum en fram að því hafði hún drottnað yfir bantamvigtinni í rúm þrjú ár.

Hin brasilíska Nunes er ríkjandi meistari í bantamvigtinni en hún sigraði Mieshu Tate í titilbardaga í Las Vegas 9. júlí á þessu ári.

Bardaginn næstsíðasta dag ársins 2016 verður átjándi bardagi Nunes á ferlinum. Hún hefur unnið 13 og tapað fjórum.


Tengdar fréttir

Írska peningavélin Conor McGregor

Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira