Sport

Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Conor McGregor varð í nótt fyrsti maðurinn í sögu UFC til að vera handhafi titla í tveimur þyngdarflokkum samtímis.

McGregor vann Eddie Alvarez í titilbardaga þeirra í léttvigt í Madison Square Garden í New York í nótt með rothöggi í annarri lotu.

Sjá einnig: Conor McGregor tvöfaldur meistari

Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan snerist viðtalið eftir bardagann að stærstum hluta um af hverju Conor væri ekki með bæði beltin hjá sér - ekki aðeins léttvigtarbeltið heldur einnig fyrir fjaðurvigtina þar sem hann er einnig ríkjandi meistari.

„Hvar í fjandanum er það? Þeir hefðu átt að vera með beltin tvö tilbúin sérstaklega fyrir mig,“ sagði hann og gat Rogan ekki annað en hlegið.

Dana White, forseti UFC, kom svo að lokum með fjaðurvigtarbeltið og gat þá Írinn tekið gleði sína á ný.

„Ég vil nota þetta tækifæri og biðjast afsökunar ... á nákvæmlega ekki neinu! Tvöfaldur meistari gerir það sem honum sýnist!“

MMA

Tengdar fréttir

Conor McGregor tvöfaldur meistari

UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×