Sport

Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York.

Conor er þar með bæði meistari í léttvigt og fjaðurvigt en þetta er í fyrsta sinn sem einn maður er meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma.

Sjá einnig: Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt?

Conor var alltaf með yfirhöndina í bardaganum í nótt og Alvarez átti erfitt uppdráttar gegn Íranum kjaftfora.

Conor kýldi Alvarez tvisvar niður í 1. lotu og svo aftur í 2. lotu. Hann kláraði svo Alvarez með höggum í gólfinu.

Rothögg Conors má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Conor McGregor tvöfaldur meistari

UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC.
Fleiri fréttir

Sjá meira