Innlent

Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar.
Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Mynd/OR
Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (ON). ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu eykjavíkur og rekur jarðgufuvikjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum, sem og vatnsaflsvirkjun í Andakílsá í Borgarfirði.

Bjarni Már hefur verið forstöðumaður tækniþróuanr ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014 en hafði verið ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012.

Bjarni Már lauk B.Sc. prófi í rafmagnstæknifræði frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum árið 1990 og meistaraprófi í verkefnastjórnun frá Verkfræðideild Háskóla Íslands (MPM) árið 2008. Þá er hann einnig vélfræðingur og lauk prófi frá Vélskóla Íslands árið 1983.

Áður en hann hóf störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur hafði Bjarni Már starfað hjá Landsvirkjun og Landsvirkjun Power í 22 ár.

Starf framkvæmdastjóra ON var auglýst laust til umsóknar í byrjun október og sóttu 63 einstaklingar um starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×