Viðskipti innlent

Hagar kaupa Lyfju

Sæunn Gísladóttir skrifar
Lyfja rekur 39 apótek.
Lyfja rekur 39 apótek. Fréttablaðið/ GVA

Hagar hf. og Lindarhvoll ehf., fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, hafa undirritað kaupsamning um kaup á öllum hlutum í Lyfju hf. Var kaupsamningur undirritaður í kjölfar viðræðna um tilboð Haga hf. í opnu söluferli sem Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar hf. hefur annast fyrir hönd seljanda. Ráðgjafi kaupanda var Arctica Finance segir í tilkynningu.



Lyfja hf. samanstendur af móðurfélaginu Lyfju hf. ásamt dótturfélögunum Heilsu ehf. og Mengi ehf. Lyfja hf. rekur samtals 39 apótek, útibú og verslanir, auk lyfjaskömmtunar, um land allt undir merkjum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins.  Heildarvelta Lyfju hf. var 9 milljarðar kr. á árinu 2015.



Heildarverðmæti Lyfju hf. við gerð kaupsamnings er um 6,7 milljarðar króna.  Verðmat Haga hf. byggir á ársreikningum félagsins undanfarin ár og rauntölum rekstrar fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2016.



Kaupsamningurinn er undirritaður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi þeir fyrirvarar eftir má gera ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum fyrir 1. júlí 2017.

 


Tengdar fréttir

Hagar bjóða í Lyfju

Verslunarfyrirtækið Hagar hafa boðið í Lyfju sem er í sölumeðferði Lindarhvols. Lindarhvoll hefur umsýslu og sölu eigna ríkissjóðs.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×