Sport

Conor ekki bestur pund fyrir pund hjá UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor McGregor um síðustu helgi.
Conor McGregor um síðustu helgi. vísir/getty

Þó svo Conor McGregor sé nú handhafi tveggja belta hjá UFC dugir það ekki til að koma honum á topp pund fyrir pund listans hjá UFC.

Conor fór upp um tvö sæti á pund fyrir pund listanum og er nú í öðru sæti á eftir Demetrious Johnson sem er meistari í fluguvigt.

Eftir sigur Conor á Eddie Alvarez í léttvigtinni datt Alvarez niður í þriðja sæti listans. Khabib Nurmagomedov er nú efstur á lista en meistari hvers flokks er ekki í neinu sæti.

Gunnar Nelson er sem fyrr í 12. sæti í veltivigtinni en Stephen Thompson er þar kominn upp í fyrsta sætið á kostnað Robbie Lawler.

Kelvin Gastelum fellur um þrjú sæti og niður í áttunda sætið en hann mun aldrei fá að keppa aftur í vigtinni að því er Dana White, forseti UFC, segir. Gastelum er iðulega í vandræðum með að ná vigt í flokknum.


Tengdar fréttir

Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband

Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York.

Conor McGregor tvöfaldur meistari

UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira