Sport

Níu mánaða bann fyrir að sparka í dómarann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nelson pósar fyrir dömurnar í salnum.
Nelson pósar fyrir dömurnar í salnum. vísir/getty

Þungavigtarbuffið Roy Nelson er kominn í langt frí frá UFC eftir að hafa verið settur í níu mánaða bann af bardagasambandinu.

Bannið fær hann fyrir að sparka í dómarann John McCarthy.

Nelson var ósáttur við hversu seint McCarthy stöðvaði síðasta bardaga hans en Nelson var þá að vinna yfirburðasigur. Svo fúll var hann út í dómarann að hann sparkaði í hann.

Fyrir sparkið fær hann níu mánaða bann og sekt upp á 2,8 milljónir króna.

UFC er til í að stytta bannið ef Nelson biður McCarthy opinberlega afsökunar. Eins og staðan er í dag hefur Nelson nákvæmlega engan áhuga á því að biðjast afsökunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira