Erlent

Eyðilagði stjörnu Trump á Hollywood Walk of Fame með sleggju

Anton Egilsson skrifar
Steypa þarf í nýtt mót vegna skemmdarverksins.
Steypa þarf í nýtt mót vegna skemmdarverksins. Vísir/GETTY

Maður tók sig til og eyðilagði stjörnu Donald Trump á Hollywood Walk of Fame göngugötunni með sleggju. Hann hefur nú verið kærður fyrir skemmdarverk samkvæmt heimildum UPI.

Skemmdarvargurinn, James Lambert Otis, segir að hann hafi framið verknaðinn vegna ólíðandi framkomu Trump.

„Ég fékk bara nóg af niðrandi tali herra Trump um konur og hegðunar hans í garð þeirra. Í minni fjölskyldu hafa fjórar manneskjur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þetta var því persónulegt.“

Trump fékk úthlutaðri stjörnu á Hollywood Walk of Fame árið 2007 fyrir afrek sín í sjónvarpi. Vegna skemmdarverksins á stjörnunni á Otis yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.