Innlent

Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti.
Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. Vísir/Pawel Bartoszek/Ernir

„Ég fékk eitthvað í augað við að labba inn um dyrnar á Alþingi Íslendinga, ég get alveg viðurkennt það,“ segir Pawel Bartoszek, nýr þingmaður Viðreisnar sem mætti til vinnu í fyrsta sinn í dag á nýjum vinnustað sínum. Pawel þykir mikið til koma til skilvirkni starfsmanna Alþingis.

Þingflokkur Viðreisnar hittist í fyrsta sinn í nýjum heimkynnum sínum í dag á Alþingi og fékk stutta kynningarferð um Alþingishúsið.

„Það var búið að undirbúa umslag með öllum upplýsingum, strax búið að ganga frá því að maður gæti keypt sér mat og lagt í bílastæðahúsinu,“ segir Pawel í samtali við Vísi. „Ég var mjög upp með mér með fyrirkomulagið hjá starfsmönnum Alþingis og það gefur góð fyrirheit um framhaldið.“

Alls eru sjö þingmenn í þingflokki Viðreisnar og hafa þeir allir, að undanskilinni Þorgerði Katrín Gunnarsdóttur, ekki setið á þingi áður. Í vikunni er stefnt að því að halda námskeið fyrir nýja þingmenn en af þeim 63 þingmönnum sem taka sæti á þingi eru 28 sem aldrei hafa setið á þingi. Pawel getur varla beðið eftir að hefja störf af fullum krafti.

„Ég hef oft verið spenntur fyrir nýjum vinnustöðum en ég held ég að það hafi ekki kallað fram þær tilfinningar og ég finn fyrir nú.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.