Erlent

MH370 var stjórnlaus áður en hún fór í sjóinn

Frá leit að MH370.
Frá leit að MH370. vísir/getty
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að farþegaþota Malaysian Airlines, MH370 sem hvarf í mars 2014, snerist stjórnlaust í marga hringi áður en hún skall á haffletinum. Þetta gengur gegn fyrri rannsóknum þar sem leitt hefur verið að því líkum að vélinni hafi verið stýrt í sjóinn.

Nýja rannsóknin er unnin af Ástralska samgöngustofnuninni og styðst við allar fáanlegar upplýsingar um síðustu andartök vélarinnar. Svo virðist sem enginn hafi verið við stjórnvölinn, vélin orðin eldsneytislaus þegar hún snarsnérist í frjálsu falli og brotlenti.

Vélin var á leið frá Kuala Lumpur til Beijing í Kína þegar öll samskipti rofnuðu við hana skömmu eftir flugtak. Svo virðist hún hafa tekið stefnuna í átt að Ástralíu, en flakið hefur aldrei fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×