Innlent

Lokatölur úr Reykjavík suður: Lilja nær inn á þing fyrir Framsókn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lilja er á leiðinni á þing fyrir Framsóknarflokkinn.
Lilja er á leiðinni á þing fyrir Framsóknarflokkinn. Vísir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins verður þingmaður á næsta kjörtímabili. Þetta varð ljóst eftir að lokatölur bárust úr Reykjavíkurkjördæmi suður nú á sjötta tímanum.

Framsókn er með 7,4 prósent í kjördæminu en Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn með 25,6 prósent atkvæða. Samfylkingin fær 5,6 prósent og er Össur Skarphéðinsson því ekki inni en hann gæti dottið inn sem jöfnunarþingmaður þegar líður á morguninn.

Kjörsókn í kjördæminu var tæp 79 prósent. Næststærsti flokkurinn í Reykjavík suður er Vinstri græn með 17,6 prósent og þriðji stærsti flokkurinn er Píratar með 17,3 prósent. 

Hér fyrir neðan má sjá grafík yfir lokatölur í kjördæminu og þingmenn næsta kjörtímabils.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira