Innlent

Rútan sem fór út af Þingvallavegi var á sumardekkjum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan sem fór út af Þingvallavegi í morgun á lítið slitnum sumardekkjum en hálka var á veginum. Rútan var á vegum hópbílafyrirtækisins Skagaverks en Gunnar Þór Gunnarsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að rútan hafi verið á góðum dekkjum en þó hafi ekki verið um nagladekk að ræða.

Alls voru 42 farþegar í rútunni sem fór út af Þingvallavegi við Skálafellsafleggjara rétt upp úr klukkan 10 í morgun. Flestir ferðamennirnir í rútunni voru kínverskir en ökumaður og leiðsögumaður voru íslenskir. Alls voru sautján farþegar fluttir á Landspítalann en af þeim eru tveir á gjörgæslu.

Aðrir farþegar voru fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ en einhverjir þeirra sem voru með minniháttar meiðsl fengu aðhlynningu á heilsugæslunni í Mosfellsbæ. 

Þingvallaveg var lokað í um fimm tíma vegna slyssins en búið er að opna veginn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Alls hafa þrír hópferðabílar farið út af vegum á Suðurlandi í dag vegna hálku og erfiðra aðstæðna.


Tengdar fréttir

Tveir farþegar á gjörgæslu

Tveir farþegar úr rútunni sem fór út af Þingvallavegi í morgun eru á gjörgæslu Landspítalans en alls eru fimmtán farþegar úr slysinu komnir á spítalann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.