Innlent

Edda Heiðrún Backman er látin

Atli Ísleifsson skrifar

Leikkonan og myndlistarkonan Edda Heiðrún Backman er látin, 58 ára að aldri.

Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær. Mbl greinir frá þessu.

Edda Heiðrún útskrifaðist með leikarapróf frá Leiklistarskólanum árið 1983 og átti farsælan leikaraferil að baki bæði í sjónvarpi og á sviði.

Hún greindist með MND árið 2004 sem varð til þess að hún hætti leiklistinni og sneri sér að leikstjórn.

Á síðari árum gerði hún garðinn frægan sem myndlistarkona þar sem hún málaði bæði vatnslita- og olíumyndir með munninum.

Hún lætur eftir sig tvö börn, þau Arnmund Ernst og Unni Birnu.

Í spilaranum hér að ofan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um Eddu Heiðrúnu og feril hennar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.