Innlent

Átök, dramatík og Framsóknarfimma á flokksþingi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi faðmar hér eiginkonu sína Ingibjörgu Elsu Ingjaldsdóttur þegar ljóst var að hann hefði unnið formannsslaginn.
Sigurður Ingi faðmar hér eiginkonu sína Ingibjörgu Elsu Ingjaldsdóttur þegar ljóst var að hann hefði unnið formannsslaginn. vísir/anton brink
Það fór vart framhjá mörgum að flokksþing Framsóknar fór fram í Háskólabíói um helgina og að flokksmenn kusu sér nýjan formann í dag. Átök og dramatík einkenndu þingið enda var hart tekist á um formannsembættið af þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni.

Sigurður hafði betur og felldi þar með sitjandi formann Framsóknarflokksins en eins og gefur að skilja var það spennuþrungin stund þegar úrslitin voru kynnt og náði Anton Brink ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis að festa augnablikið á filmu eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans Anna Sigurlaug Pálsdóttir þegar úrslitin í formannskjörinu lágu fyrir.vísir/anton brink
Sigurður Ingi fagnar hér sigri í formannskjörinu ásamt stuðningsmönnum með góðri fimmu.vísir/anton brink
Framsóknarfimma!vísir/anton brink
Sigurður Ingi á leið í pontu til að ávarpa samflokksmenn sína.vísir/anton brink
Sigmundur Davíð gengur út af fundinum en Sigurður Ingi var enn í pontu.vísir/anton brink
Sigmundur Davíð á leið af þinginu.vísir/anton brink
Niður tröppurnar og út úr salnum.vísir/anton brink
Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Eygló Harðardóttir fallast í faðma á flokksþinginu í dag.vísir/anton brink

Tengdar fréttir

Skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk

Gunnar Kristinn Þórðarson hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og afþakka 5. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður vegna niðurstöðunnar í formannskjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×