Innlent

Nýtt öryggisskilti sett upp í Reynisfjöru

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ferðamenn skoða nýja öryggisskiltið í Reynisfjöru.
Ferðamenn skoða nýja öryggisskiltið í Reynisfjöru. Mynd/Aðsend
Annað öryggisskilti var sett upp í Reynisfjöru í dag. Fyrra skiltið var sett upp í fjörunni 25. febrúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá verkfræðistofunni EFLU segir að nýja skiltið komi í kjölfar vinnu við áhættumat eftir að banaslys varð í Reynisfjöru þann 10. febrúar síðastliðinn þegar erlendur ferðamaður drukknaði þar. Áður hefur orðið banaslys í fjörunni þegar kona drukknaði þar árið 2007.

Áhættumatið er unnið á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis ásamt Lögreglunni á Suðurlandi. EFLA verkfræðistofa framkvæmdi matið og sá einnig um hönnun skiltisins. Svarta Fjaran, veitingastaður í Reynisfjöru, kostar uppsetningu skiltanna og merkingu á staðnum.

Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.

Nýja skiltið í Reynisfjöru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×