Innlent

Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl

Kristján Már Unnarsson skrifar
Bjart var yfir Kötlu þegar þessi mynd var tekin á Mýrdalssandi árið 2009.
Bjart var yfir Kötlu þegar þessi mynd var tekin á Mýrdalssandi árið 2009. Vísir/GVA.
Katla var hulin skýjum þegar Reynir Ragnarsson, einkaflugmaður í Vík og fyrrverandi lögreglumaður, reyndi að fljúga yfir Mýrdalsjökul í morgun. Reynir kveðst hafa ætlað að fljúga upp með Kötlujökli en þar hafi mætt honum skýjabakki. 

„Ég flaug í fyrradag og þá sást ekkert óvenjulegt,“ sagði Reynir í samtali við fréttamann. Hann kvaðst raunar hafa flogið yfir katlana þrjá daga í röð fyrr í vikunni en ekki getað greint neinar breytingar. Hann tók þó fram að erfitt væri að sjá hvort einhverjir hefðu dýpkað. 

Reynir segir að vatnsrennsli í Múlakvísl hafi farið minnkandi undanfarna tvo þrjá daga. Nokkuð há rafleiðni mælist þó í ánni, sem er merki um hátt hlutfall jarðhitavatns, og segir Reynir að þó nokkur brennisteinslykt sé af ánni.

Brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt af hringveginum í Kötluhlaupinu þann 9. júlí 2011. Varð þá lítið eldgos i Kötlu?Mynd/Þórir Kjartansson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×