Viðskipti innlent

Fyrsta skóflustungan að sjóböðum við Húsavík tekin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svona er áætlað að sjóböðin muni líta út.
Svona er áætlað að sjóböðin muni líta út. Vísir

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í gær fyrstu skóflustunguna að sjóböðum sem reisa á skammt norðan Húsavíkur. Gert er ráð fyrir að fyrstu gestirnir fari í sjóböðin fyrri hluta árs 2018.

Í tilkynningu segir að sjóböðin verði „einstakur baðstaður skammt norðan Húsavíkur með útsýni út á Skjálfanda og yfir í Kinnarfjöllin.“ Verða lónin fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum.

Gert er ráð fyrir að gestir á fyrsta ári verði um 40.000 og fjölgi jafnt og þétt en stærstu hluthafar í fyrirtækinu sem stendur að baki sjóböðunum eru Tækifæri hf., Norðursigling, Baðfélag Mývatnssveitar, Orkuveita Húsavíkur og Dimmuborgir ehf.

Yfirlitsmynd. Vísir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.