Íslenski boltinn

Tindastóll upp um deild eftir þrettán sigurleiki í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liðsmynd eftir leikinn í gær.
Liðsmynd eftir leikinn í gær. vísir/twitter-síða Tindastóls

Tindastóll mun leika í annari deild karla eftir að liðin vann sitt þrettánda leik í röð í þriðju deild karla í gær.

Tindastóll vann 2-0 sigur á Víði í dag, sem er í öðru sætinu, en mörkin skoruðu Ragnar Þór Gunnarsson og Fannar Örn Kolbeinsson. Markaskorararnir eru fengnir frá www.urslit.net.

Þetta var þrettándi sigur liðsins í röð, en þeir eru efstir með 39 sig. Þeir hafa einungis tapað einum leik í sumar, en það var gegn Vængjum Júpiters í fyrstu umferðinni.

Stefán Arnar Ómarsson og Haukur Skúlason þjálfa lið Tindastóls sem féll niður um tvær deildir á tveimur árum áður en það vann sér sæti í 2. deildinni í ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.