Innlent

Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný

Birgir Olgeirsson skrifar
Búnaðurinn sem keyrir klukkur Hallgrímskirkju er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði.
Búnaðurinn sem keyrir klukkur Hallgrímskirkju er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. Vísir
Nágrannar Hallgrímskirkju hafa ekki fengið að njóta fagurra tóna úr kirkjuklukkunum síðastliðna tvo mánuði því búnaðurinn sem keyrir þær er úreltur og ekki hægt að gera við hann lengur. Því gæti liðið nokkur tími þar til aftur berst klukknahljómur frá kirkjunni en framkvæmdastjórinn vonast til að það geti orðið á næstu mánuðum, þó óvíst sé á þessari stundu hvenær það verður.

„Þetta er mjög bagalegt, við erum mjög leið yfir þessu. Búnaðurinn eru orðinn úreltur og það eru ekki til varahlutir í hann lengur,“ segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, en viðræður standa yfir við hollenskt fyrirtæki um endurbætur. 

„Það eru margir að vinna að þessu en þetta tekur tíma og gerist ekki í bráð. Það versta við þetta er að klukkurnar eru rangar í turninum og það fer í taugarnar á mörgum,“ segir Jónanna.

Hún segir nánast allt það fjármagn sem ætlað er til viðhalds fara í endurbætur á klæðningu kirkjunnar vegna lekavandamáls. Búist er við að kostnaðurinn við endurbætur á bjöllukerfinu hlaupi á fleiri milljónum. 

„Þetta er annars vegar stóru klukkurnar þrjár og svo bjöllukerfið sem spilar lög. Það er í raun og veru tölvan sem stýrir þessu öllu sem ekki er hægt að gera við lengur.“ 


Tengdar fréttir

Þak Hallgrímskirkju lekur

Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×