Viðskipti erlent

Ræða samning vegna útblásturssvindlsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA

Volkswagen og Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna ræða nú um að semja vegna útblásturssvindls Volkswagen. Ráðuneytið hefur úrskurðað að fyrirtækið hafi brotið gegn lögum. Sektir fyrirtækisins í Bandaríkjunum gætu verið meira en 1,2 milljarðar dala eða rúmir 140 milljarðar króna. Heildarkostnaður fyrirtækisins gæti þó verið mun meiri en það.

Fyrirtækið hefur viðurkennt að hafa svindlað á prófunum varðandi útblástur bíla og hefur samþykkt að kaupa kaupa umrædda bíla til baka.

Um er að ræða tæplega hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum.

Samkvæmt heimildum Reuters felur mögulegt samkomulag í sér að VW muni einnig verja tveimur milljörðum dala á næstu tíu árum til stuðnings við notendur rafbíla og annarra umhverfisvænna ökutækja. Þá mun fyrirtækið einnig hjálpa yfirvöldum að kaupa nýjar rútur.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.