Innlent

Farþegar í sólarhringsferðalagi frá Tenerife í fyrra dauðþreyttir á seinagangi

Sveinn Arnarsson skrifar
Íslendingar á flugvellinum á Shannon-flugvelli á Írlandi í ágúst í fyrra.
Íslendingar á flugvellinum á Shannon-flugvelli á Írlandi í ágúst í fyrra.
Flugferð frá Tenerife til Keflavíkur, sem farin var þann 26. ágúst á síðasta ári, vakti þó nokkra athygli í fjölmiðlum.

Alla jafna tekur ferðalagið fimm klukkustundir en tók í þessu tilfelli rúman sólarhring. Vélinni seinkaði frá Tenerife og hún millilenti svo á Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem farþegar þurftu að dvelja um nóttina.

Bergur Þorri Benjamínsson var einn farþega í umræddri ferð og er orðinn þreyttur á seinagangi yfirvalda.

„Það er vægast sagt frekar pirrandi að þurfa að bíða í eitt ár eftir því að fá niðurstöðu í þessu annars einfalda máli.

Samgöngustofa tók sér þrjá mánuði frá því kvartað var þar til ákvörðun lá fyrir, ráðuneytið tekur sér hins vegar nær átta mánuði og á meðan bíða allir farþegarnir spenntir eftir niðurstöðunum,“ segir Bergur Þorri.

Samkvæmt úrskurði Samgöngustofu frá 15. desember í fyrra var flugfélagið Primera Air dæmt til að greiða farþegum 400 evrur í skaðabætur. Úrskurðurinn var kærður til innanríkisráðuneytisins. Farþegar bíða því enn eftir lokaúrskurði.


Tengdar fréttir

Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling

Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×