Lífið

Foreldrar látinnar Star Trek stjörnu kæra Fiat-Chrysler

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Foreldrar Anton Yelchin segja að hönnargalli í bíl Yelchin hafi orsakað dauða Star Trek leikarans.
Foreldrar Anton Yelchin segja að hönnargalli í bíl Yelchin hafi orsakað dauða Star Trek leikarans. Vísir/EPA
Foreldrar Star Trek stjörnunnar Anton Yelchin hafa kært framleiðanda Jeep Grand Cherokee bílanna vegna dauða sonar þeirra. Yelchin lést er hann varð fyrir eigin bíl í innkeyrslunni við heimili sitt fyrr á árinu.

Foreldrar Yelchin segja að Fiat Chrysler beri ábyrgð á dauða sonar þeirra sem lést eftir að hafa klemmst á milli bílsins og múrsteinsstólpa í innkeyrslunni að heimili sínu og og að þar hafi hönnunargalli sem Fiat-Chrysler vissi af spilað stóran þátt.

Árgerð 2015 af Cherokee jeppunum, eins og Anton Yelchin átti, var innkölluð vegna galla í gírskiptibúnaði bílana. Gallinn olli því að auðveldara var að ruglast og setja bílinn óvart í hlutlausan þegar viðkomandi ætlaði að leggja bílnum.

Ástæðan fyrir innkölluninni á sínum tíma er að gírstöngin kipptist ekkert við þegar skipt var á milli gíra og því finna ökumenn innkölluðu jeppanna ekkert fyrir því þegar skipt er á milli gíra. Sé athyglin ekki algjörlega á ljósinu er auðvelt að ruglast á gírum. Hefur þessi galli verið lagaður í nýrri gerðum af bílnum.

Yelchin er þekktastur fyrir að leika Pavel Chekov í Star Trek myndunum nýju. Þá lék hann Charlie Bartlett í samnefndri kvikmynd og Zack Mazursky í kvikmyndinni Alpha Dog.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×