Fótbolti

Helgi Kolviðsson mun aðstoða Heimi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Helgi er hér kynntur til leiks í dag.
Helgi er hér kynntur til leiks í dag. mynd/ksí

Helgi Kolviðsson var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Hann mun aðstoða Heimi Hallgrímsson í undankeppni HM sem er rétt handan við hornið.

Mikið hefur verið spáð og spekúlerað hver nýi aðstoðarþjálfarinn verði og nú er ljóst að það er Helgi.

Helgi hefur alið manninn í Austurríki undanfarin ár. Þar spilaði hann lengi og hélt síðan áfram í þjálfun þar í landi.

Hann var kallaður til aðstoðar á EM í Frakklandi enda vel kunnugur austurríska liðinu sem Ísland spilaði við á EM. Þar náði Helgi augljóslega að heilla Heimi Hallgrímsson sem er orðinn einn aðalþjálfari.

Guðmundur Hreiðarsson verður áfram markmannsþjálfari og þýskur styrktarþjálfari kemur inn í teymið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.