Erlent

Vitni segja árásarmanninn sem varð Íslendingi að bana hafa talað um dulkóðuð skjöl

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað á ósamþykktu tjaldsvæði við Akallalänken í vesturhluta Stokkhólms. Árásarmaðurinn gengur enn laus.
Árásin átti sér stað á ósamþykktu tjaldsvæði við Akallalänken í vesturhluta Stokkhólms. Árásarmaðurinn gengur enn laus. Vísir/Getty
Vitni segja að árásarmaðurinn sem varð Íslendingi að bana í Stokkhólmi á mánudaginn hafi hrópað eitthvað um dulkóðuð skjöl skömmu fyrir árásina. Lögregla segist ekki geta tjáð sig um upplýsingarnar að svo stöddu.

Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet, en DV greindi frá því í morgun að fórnarlamb árásarinnar væri 35 ára Íslendingur sem hefði búið í Svíþjóð frá tveggja ára aldri.

Stunginn um fimmtán sinnum

Árásin átti sér stað á ósamþykktu tjaldsvæði við Akallalänken í vesturhluta Stokkhólms, mikilvægri umferðaræð milli höfuðborgarinnar og Järfälla. Maðurinn fannst liggjandi í blóði sínu um hádegisbil á mánudag og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu þar sem hann var úrskurðaður látinn nokkru síðar.

Vitni segja manninn hafa verið stunginn með hnífi um fimmtán sinnum og síðar ítrekað laminn með járnstöng.

Árásarmaðurinn gengur laus

Í frétt Aftonbladet segir að upphaflega hafi gengið illa að bera kennsl á líkið en nú sé búið að upplýsa aðstandendum um málið.

Árásarmaðurinn gengur enn laus og hefur lögregla engan grunaðan að svo stöddu. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins, en lögregla hefur yfirheyrt nokkurn fjölda fólks.

Dulkóðuð skjöl

Vitni segir að fyrir árásina hafi fórnarlambið og árásarmennirnir deilt og hafi árásarmaðurinn hrópað eitthvað um dulkóðuð skjöl. Vitni segja fórnarlambið hafa verið vel kunnugt á tölvur,en lögregla hefur ekki viljað tjáð sig um þessar upplýsingar.

Lögregla greindi frá því á mánudaginn að fórnarlambið hafi nýlega komið á tjaldsvæðið. Vitni segja árásarmanninn hafa verið íbúum tjaldsvæðisins ókunnugur.

Eftir árásina á maðurinn að hafa tekið saman eigur sínar í rólegheitum og yfirgefið staðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×