Innlent

Marglytturnar sjást ekki lengur

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi.
Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi. Mynd/aðsend

Marglyttur sem mikið voru á sveimi í Nauthólsvík í júní og byrjun júlí sjást ekki lengur. Starfsfólk Nauthólsvíkur segir að sjósundsfólk hafi ekki tekið eftir þeim né brennt sig á þeim í tvær vikur. Tegundirnar sem voru í Nauthólsvík heita brennihvelja og bláglytta en brennihvelja er stærsta þekkta marglyttutegundin. Fólk sem stundar sjósund lenti oft illa í þeim og brenndi sig víða á líkamanum. Í júní þurfti að hringja á sjúkrabíl eftir að kona brenndi sig á marglyttu en hún fékk mikil ofnæmisviðbrögð.

Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.