Innlent

Einn í haldi vegna rannsóknar á morði á Íslendingi í Svíþjóð

Birgir Olgeirsson skrifar
Árásin átti sér stað á ósamþykktu tjaldsvæði við Akallalänken í vesturhluta Stokkhólms.
Árásin átti sér stað á ósamþykktu tjaldsvæði við Akallalänken í vesturhluta Stokkhólms. Vísir/Getty
Þrjátíu og átta ára gamall karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði á íslenskum karlmanni í Stokkhólmi á mánudag í síðustu viku. Þetta kemur fram í frétt á vef Morgunblaðsins.

Íslendingurinn var 35 ára Íslendingur sem hafði búið í Svíþjóð frá tveggja ára aldri. Árásin átti sér stað á ósamþykktu tjaldsvæði við Akallalänken í vesturhluta Stokkhólms, mikilvægri umferðaræð milli höfuðborgarinnar og Järfälla. Maðurinn fannst liggjandi í blóði sínu um hádegisbil á mánudag og var fluttur á sjúkrahús með þyrlu þar sem hann var úrskurðaður látinn nokkru síðar.

Vitni segja manninn hafa verið stunginn með hnífi um fimmtán sinnum og síðar ítrekað laminn með járnstöng.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×