Innlent

Lúpínan skilað sínu og víkur fyrir nýjum gróðri

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Lúpínan er hægt og rólega að hverfa úr Heiðmörk og nýr gróður að taka yfir. Plantan hefur þjónað sínum tilgangi á svæðinu og færir sig þegar vitjunartíma hennar er lokið. Íslendingar hafa um langar hríð ræktað tilfinningasambandi við lúpínuna sem í ár hefur vaxið og dafnað sem aldrei fyrr.

„Það var svo gott vor að hún sprakk mjög snemma, blómstraði snemma og er núna að fella blómin. Og það er kannski svona 2-3 vikum fyrr en venjulega,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skóræktarfélags Reykjavíkur.

Lúpínan oft á tíðum vakið gleði eða reiði hjá landsmönnum en nýjustu áhugamennirnir eru erlendir ferðamenn.

„Maður er að sjá heilmikið af landkynningu erlendra gesta þar sem menn eru að taka myndir af lúpínubreiðum og kynna sem einn af glæsileikum Íslands,“

En er þróunin á útbreiðslu plötunnar í Heiðmörk?

„Þetta er einn fyrsti staðurinn sem sem lúpína var sett á í Heiðmörk og hér er hún bara að yfirgefa svæðið. Hún hefur gert það hérna. Maður sér það á loftmyndum að hún þakti þetta svæði hér algjörlega og nú sjáum við þetta hér að hér er kominn annar gróður,“

En gangsemin er óumdeild.

„Hún framleiðir köfnunarefni sem er verulegur skortur á í íslenskum jarðvegi. Ég hugsa að lúpínina hörfi nú aldrei úr Heiðmörk enda er þetta orðinn hluti af íslenskri flóru og ég ætla að vona að hún geri það ekki. Ég verð bara að viðurkenna það að ég hef ekki öðlast þennan tilfinningaþroska að mynda tilfinningasamband við blóm, ég lít meira á lúpínuna út frá gagnsemi. Núna er verið að gróðursetja mikið af trjáplöntum í lúpínubreiðurnar. Það verður væntanlega næsta framvinda sem menn fara að sjá þegar tréin fara að vaxa upp úr þessum lúpínubreiðum þá kemur skógur, fallegur skógur þar upp,“ segir Helgi.


Tengdar fréttir

Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík

Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár.

Ganga um og eyða lúpínu á Reykjanesi

Sjálfboðaliðasamtök ætla í sumar í tvær ferðir á Reykjanesið til að eyða lúpínu. Einnig mun Hafnarfjarðarbær hjálpa til með því að bjóða starfsfólk Vinnuskólans í verkefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×