Sport

Sjáðu mannhafið á Arnarhóli „víkingaklappa“ með landsliðinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það var ekki auður blettur á Arnarhóli.
Það var ekki auður blettur á Arnarhóli. mynd/rúv íþróttir

Þúsundir, og eflaust var fjöldinn hátt í tuttuguþúsund manns, voru saman komin á Arnarhóli í kvöld til að taka á móti karlalandsliðinu þegar það sneri heim eftir Evrópumótið.

Liðið heyrði á opinni tveggja hæða rútu um miðbæinn áður en staðnæmst var á Arnarhóli. Þar var hver og einn einasti leikmaður hylltur auk þess að landsliðsþjálfararnir, forsætisráðherra og formaður KSÍ héldu þar tölu.

Að endingu gerði fólk það sem það hefur orðið heimsfrægt fyrir á síðustu dögum og vikum, hlaðið var í klappið góða sem við fengum lánað frá Motherwell. Hver einasta sála á Arnarhóli lét í sér heyra.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira