Sport

Fimm íslenskir keppendur á Ólympíumóti fatlaðra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/ Efri röð frá vinstri: Jón Margeir Sverrisson, Þorsteinn Halldórsson og Helgi Sveinsson.
Neðri röð frá vinstri: Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir.
Mynd/ Efri röð frá vinstri: Jón Margeir Sverrisson, Þorsteinn Halldórsson og Helgi Sveinsson. Neðri röð frá vinstri: Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir. mynd/íf
Íþróttasamband fatlaðra staðfesti í dag að fimm Íslendingar myndi keppa á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó.

Mótið hefst skömmu eftir að Ólympíuleikunum lýkur eða þann 7. september. Ólympíumótið stendur síðan til 18. september.

Ísland átti fjóra fulltrúa á Ólympíumótinu fyrir fjórum árum síðan og því er ánægjuleg þróun að fleiri hafi fengið keppnisrétt að þessu sinni.

Keppendur Íslands á Ólympíumóti fatlaðra:

Jón Margeir Sverrisson – sund - Fjölnir

Sonja Sigurðardóttir – sund – ÍFR

Thelma Björg Björnsdóttir – sund – ÍFR

Helgi Sveinsson – frjálsar – Ármann

Þorsteinn Halldórsson – bogfimi – Boginn








Fleiri fréttir

Sjá meira


×