Sport

Fimm íslenskir keppendur á Ólympíumóti fatlaðra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/ Efri röð frá vinstri: Jón Margeir Sverrisson, Þorsteinn Halldórsson og Helgi Sveinsson.
Neðri röð frá vinstri: Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir.
Mynd/ Efri röð frá vinstri: Jón Margeir Sverrisson, Þorsteinn Halldórsson og Helgi Sveinsson. Neðri röð frá vinstri: Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir. mynd/íf

Íþróttasamband fatlaðra staðfesti í dag að fimm Íslendingar myndi keppa á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó.

Mótið hefst skömmu eftir að Ólympíuleikunum lýkur eða þann 7. september. Ólympíumótið stendur síðan til 18. september.

Ísland átti fjóra fulltrúa á Ólympíumótinu fyrir fjórum árum síðan og því er ánægjuleg þróun að fleiri hafi fengið keppnisrétt að þessu sinni.

Keppendur Íslands á Ólympíumóti fatlaðra:

Jón Margeir Sverrisson – sund - Fjölnir
Sonja Sigurðardóttir – sund – ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir – sund – ÍFR
Helgi Sveinsson – frjálsar – Ármann
Þorsteinn Halldórsson – bogfimi – Boginn

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.