Lífið

Fylgist með hjólreiðaköppum WOW Cyclothon

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Það er einstök upplifun að hjóla í kringum Ísland.
Það er einstök upplifun að hjóla í kringum Ísland. Vísir/Þorvaldur Daníelsson
Liðin í Wow Cyclothon eru lögð af stað í hringferð sinni um landið og nú geta áhugasamir fylgst með gangi mála.

Keppnin hefur verið haldin síðan árið 2012 og hefur fjöldi þátttakanda tvöfaldast með hverju ári. Nú þegar hafa þúsundir lagt þá þolraun á sig að hjóla hringinn í kringum landið. Keppnin fer fram í boðsveitarformi þar sem keppendur liðanna skiptast á að hjóla.

Ein af ástæðum þess að keppnin er svona vinsæl er hversu góð leið þetta er fyrir fólk að upplifa fegurð landsins. Nú geta áhugasamir netnotendur slegist í þá för því öll liðin deila myndum og myndböndum af því sem kemur þeim fyrir sjónir á leiðinni.

Útbúinn hefur verið sér spilari þar sem myndböndin rata beint inn á eftir að keppendur deila þeim. Hann má sjá hér fyrir neðan.

Einnig geta áhugasamir farið á sérstöku vefsvæði WOW Cyclothon og skoðað spilarann þar. 


Tengdar fréttir

Ætlar í mark á hundrað ára hjóli

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri ætlar að taka 100 ára gamalt reiðhjól til kostanna í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni og hjóla í mark á þjóðhátíðardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×