Fótbolti

Stig er stig og þetta var sjötíu milljóna króna virði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen var hársbreidd frá því að tryggja Íslandi sigur gegn Ungverjum en skot hans fór af varnarmanni og rétt framhjá.
Eiður Smári Guðjohnsen var hársbreidd frá því að tryggja Íslandi sigur gegn Ungverjum en skot hans fór af varnarmanni og rétt framhjá. Vísir/Vilhelm
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er enn ósigrað á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 1-1 jafntefli gegn Ungverjum í Marseille í gær. Okkar menn sitja í 2. sæti F-riðils með tvö stig eins og Portúgalar en hafa skorað fleiri mörk.

Liðin eru verðlaunuð fyrir árangur sinn á Evrópumótinu með peningagreiðslum. Ein milljón evra fæst fyrir sigur og hálf milljón evra fyrir jafntefli. Miðað við gengi dagsins í dag fara um sjötíu milljónir króna til Knattspyrnusambands Íslands.

Leikmenn íslenska landsliðsins fá yfir helming þeirrar upphæðar og skipta henni bróðurlega á milli sín í 23 hluta. Hver leikmaður fær því í sinn hlut í kringum tvær milljónir króna fyrir jafnteflið eins og þeir fengu fyrir jafnteflið gegn Portúgal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×