Bíó og sjónvarp

Eltingarleikir, skriðdrekar og sprengingar á Mývatni: Bak við tjöldin á tökum Fast 8

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kabúmm!
Kabúmm! Skjáskot
Tökur á myndinni Fast 8 stóðu yfir á Íslandi fyrr á árinu og verður náttúruparadísin Mývatn áberandi í myndinni.

Aðstandendur myndarinnar birta reglulega myndbönd þar sem skyggnst er bak við tjöldin á tökum myndarinnar og nú er röðin komin að Mývatni. Sjá má leikarann Tyrese Gibson, einu stjörnu myndarinnar sem mætti til ÍSlands, í hasarnum á ísilögðu vatninu.

Þá virðist greinilega mikill eltingarleikur á milli skriðdreka, bíla og snjósleða eiga sér stað á vatninu með tilheyrandi sprengingum og látum.

Áætlað er að myndin komu út næsta vor en hún var að einhverju leyti tekin upp hér á landi. Auk Mývatns bregður Akranesi fyrir í myndinni og var mikið um að vera þar í bæ á meðan tökur stóðu yfir líkt og Vísir fjallaði um á sínum tíma.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×