Viðskipti innlent

Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR

ingvar haraldsson skrifar
Kolfinna Von Arnardóttir og Aron Einar Gunnarsson eru meðal nýrra hluthafa í JÖR gangi samningaviðræður eftir.
Kolfinna Von Arnardóttir og Aron Einar Gunnarsson eru meðal nýrra hluthafa í JÖR gangi samningaviðræður eftir. vísir

Artikolo ehf. er langt komið í viðræðum um að kaupa helmingshlut í fatavörumerkinu JÖR. Þetta segir Kolfinna Von Arnardóttir, framkvæmdastjóri Artikolo.

Kolfinna segir við að JÖR sé í sóknarhug. Stefnt sé að því að opna nýja verslun við Reykjavíkurhöfn en fyrir rekur JÖR eina verslun á Laugavegi. „Hann var að fá úthlutað pláss niður á gömlu höfn í verbúðunum,“ segir hún. Einnig sé verið að skoða hvernig koma megi vörumerkinu að erlendis.

Artikolo muni eiga helmingshlut í JÖR á móti stofnendum vörumerkisins að sögn Kolfinnu. Áður átti félagið Tailor Holding sem Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, aðaleigandi 365 miðla, og Eygló Björk Kjartansdóttir stóðu að samkvæmt frétt Morgunblaðsins, 51 prósenta hlut á móti G13 ehf., sem var að mestu í eigu stofnenda JÖR, Guðmundar Jörundssonar og Gunnars Arnar Petersen.

Kolfinna segir Artikolo einnig nýlega hafa keypt íslenska tískuvörumerkið E-label auk Reykjavik Fashion Festival og Reykjavik Fashion Academy.  

Hluthafar í Artikolo eru alls fimm að sögn Kolfinnu. Hún vilji þó ekki gefa upp alla hluthafana að svo stöddu en segir þó að auk hennar séu Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu, og unnusta hans Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og fitness-keppandi hluthafar ásamt Upplifunarstofunni ehf. Hluthafar í því félagi samkvæmt ársreikningi ársins 2014 eru Jakob Hrafnsson mágur Kolfinnu og Vefpressan sem er að hluta til í eigu Björns Inga Hrafnssonar, eiginmanns hennar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
2,72
2
50.132
HAGA
2,13
13
159.101
GRND
1,74
14
391.738
VIS
1,49
1
1.531
ICEAIR
1,1
37
572.800

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,35
1
250
EIK
-0,19
6
152.137
N1
0
9
212.360
ORIGO
0
1
10.560
SKEL
0
3
21.199